Það kom Hröfnunum á óvart að Jón Atli Benediktsson rektor og hans fólk í Háskólanum hefðu ákveðið að breyta nafni Stofnunar Sæmundar fróða í Sjálfbærnistofnun. Vafalaust þykir flestum gamla nafnið betra og fallegra að kenna stofnunina við sagnaarfinn en klístrað hugtak sem sífellt er klifað er á og löngu er búið að missa merkingu. Lesa má úr fréttatilkynningu að nafnabreytingin sé eitthvað sem Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður stofnunarinnar hafi beitt sér fyrir í „ítarlegri stefnumótunarvinnu“.

Hröfnunum finnst þetta furðuleg breyting ekki síst í ljósi þess að Sæmundur fróði er fyrsti og eini íslenski fræðimaðurinn sem hefur ferðast til og frá landsins vegna fræðistarfa án þess að skilja við sig eitt einasta kolefnisfótspor.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.