*

föstudagur, 18. júní 2021
Huginn og muninn
5. september 2020 11:05

Sæstrengur væri tromp á hendi

Með aðgengi Landsvirkjunar að stærri raforkumarkaði væru hótanir Rio Tinto og þrýstingur Norðuráls áhrifaminni.

Lagning sæstrengs.
epa

Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, sagði í viðtali við Markað Fréttablaðsins í vikunni, að félagið væri tilbúið að fjárfesta fyrir 14 milljarða króna ef félagið gæti tryggt sér raforku fyrir 23 dollara á megavattstund til lengri tíma í samningum við Landsvirkjun.

Verðið var meðalsöluverð Landsvirkjunar á raforku til stórnotenda í fyrra. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, benti á í færslu á Facebook að jafnlágt verð fengist hvergi í dag í nýjum langtímasamningum, hvorki hér á landi né erlendis.

Meðalverðið helgast af því að stórnotendur, á eldri raforkusamningum, sér í lagi Alcoa Reyðarfirði, fá raforkuna á mun lægra verði en fæst í nýjum samningum.

Þrýstingurinn frá Norðuráli kemur því til viðbótar við viðræður Landsvirkjunar við Rio Tinto sem hótar að loka álverinu í Straumsvík fáist ekki lægra raforkuverð.

Ketill veltir upp hvort ekki sé tímabært að Landsvirkjun öðlist aðgang að stærri raforkumarkaði og vísar þá væntanlega til mögulegrar lagningar sæstrengs til landsins.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.