*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Huginn og muninn
23. nóvember 2019 09:01

Salernisklemma í ráðhúsinu

Vinnueftirlitið er vill að borgin kynjaskipti salernum í stjórnsýsluhúsum á nýjan leik.

Haraldur Guðjónsson

Borgaryfirvöld ákváðu í fyrra að gera öll salerni starfsfólks í stjórnsýsluhúsum borgarinnar ókyngreind. Morgunblaðið sagði frá því í vikunni að í september hefði Vinnueftirlitið fundið að þessu og gert borginni að kynjaskipta salernum á nýjan leik. Fékk borgin frest til 14. október til að ganga í verkið, sem snýst væntanlega um að merkja hurðir.

Borgin andmælti og benti á að breytingar hefðu orðið á því hvernig kyn væru skilgreind. „Má slá því föstu að samfélagið hafi yfirgefið kynjatvíhyggjuna,“ segir í andmælum borgarinnar. Fékk borgin viðbótarfrest sem nú er liðinn en enn eru salernin ómerkt.

Vinnueftirlitið er grjóthart í sinni afstöðu og bendir á reglugerðir um að tilskilinn fjölda salerna þurfi fyrir karla, konur og fatlaða. Eftirlitið bendir reyndar á að ekkert sé því til fyrirstöðu að kynjaskipta lágmarksfjölda salerna en hafa þau sem útaf standi ómerkt. Í frétt Moggans segir að Vinnueftirlitið hafi gengið í málið eftir ábendingar frá starfsmönnum borgarinnar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.