*

laugardagur, 18. september 2021
Huginn og muninn
24. júlí 2017 11:11

Sambandið við SI að súrna

Hrafnarnir segja samband Helga Magnússonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa súrnað vegna uppsagnar Almars Guðmundssonar.

Haraldur Guðjónsson

Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE), gekk nýverið úr stjórn Bláa lónsins, að sögn að eigin frumkvæði vegna nýrra reglna Samtaka atvinnulífsins (SA) um að stjórnarmenn á vegum samtakanna í sjóðnum sitji ekki einnig í stjórnum félaga sem sjóðirnir eru hluthafar í.

Lofsvert allt saman, nema að í þessu tilfelli á lífeyrissjóðurinn aðeins óbeinan hlut í Bláa lóninu í gegnum Hornsjóðinn, svo strangt til tekið bar enga nauðsyn til þess að hún hætti í stjórninni.

Óopinbera skýringin er hins vegar sú, að sambandið milli Guðrúnar og Helga Magnússonar, stjórnarformanns Bláa lónsins, hafi súrnað mjög vegna þess hvernig staðið var að uppsögn Almars Guðmundssonar hjá Samtökum iðnaðarins (SI), en Helgi lét Hringbraut greina frá því að til stæði að reka Almar og lak því víst í fleiri miðla.

Helgi hefur haft ítök inn í LIVE og SI, ekki hvað síst í gegnum Guðrúnu. Það hefur kannski breyst aðeins núna.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.