*

laugardagur, 29. janúar 2022
Huginn og muninn
27. mars 2017 11:06

Samfylkingin, Eurovision og Ísrael

Hrafnarnir telja að það fari sífellt minna fyrir frjálslyndinu í íslenskum jafnaðarmönnum.

Hovi Star var keppandi Ísrael í Eurovision í fyrra.
epa

Það verður ekki af vinstrimönnum skafið að þeir hafa nánast dulúðlegan hæfileika til að taka hvaða deiluefni alþjóðlegt sem er og snúa því upp í gagnrýni á Ísraelsríki.

Óformleg árshátíð pallíettuframleiðenda í Evrópu, Eurovision, er í uppnámi vegna þess að fulltrúa Rússlands yrði meinaður aðgangur að Úkraínu, hvar keppnin er haldin. Er það vegna þess að hún hefur komið fram á tónleikum á Krímskaga, sem úkraínsk stjórnvöld hafa sitthvað við að athuga.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, snýr þessu hins vegar upp á Ísrael og segist vona að farið verði með sama hætti með fulltrúa Ísraels í keppninni.

Það fer sífellt minna fyrir frjálslyndinu í íslenskum jafnaðarmönnum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.