Kjarasamningar um 55 þúsund opinberra starfsmanna losna á morgun, föstudag. BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands (KÍ) ákváðu í byrjun febrúar að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti kjarasamninga. Samningar þessara félaga ná til um 42 þúsund launamanna á opinberum vinnumarkaði.

Um miðja síðustu viku greindi Viðskiptablaðið frá því að BSRB, BHM og KÍ væru við það að ná samningum og að stefnt væri að því að skrifa undir áður en samningarnir losnuðu. Á vef Viðskiptablaðsins í gær staðfesti svo Friðrik Jónsson, formaður BHM, að enn væri stefnt að því að semja fyrir vikulok.

„Samningurinn rennur út á föstudaginn og við horfum mjög stíft á þau tímamörk. Það er að við náum einhverju samkomulagi fyrir þann tíma,“ sagði hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Gangi þetta eftir er alveg ljóst að samið verður til skamms tíma líkt og gert hefur verið á almenna vinnumarkaðnum. Þar sem samningsaðilar munu ekki vilja að nýir samningar renni út um mitt sumar 2024 þá munu samningarnir að öllum líkindum gilda í 12 til 13 mánuði. Takist samningar, jafnvel þó þeir verði til skamms tíma, verður að líta á það sem gríðarlega jákvætt skref. Ef allt gengur að óskum verður sem dæmi samið fyrir 5.400 grunnskólakennara, 2.400 leikskólakennara, 1.700 framhaldsskólakennara og 2.000 sjúkraliða.

Baráttan við verðbólguna hér heima hefur verið erfið og þróun stýrivaxta undanfarin misseri verið mikil rússíbanareið. Í byrjun árs 2020 stóðu stýrivextir í 3%. Í kreppunni sem fylgdi faraldrinum hófst mikið vaxtalækkunarferli og á ellefu mánuðum voru vextirnir lækkaðir í niður í 0,75%, sem eru lægstu stýrivextir Íslandssögunnar. Þá hófst hækkunarferli, sem staðið hefur í tæp tvö ár og í dag standa vextirnir í 7,5% og hafa ekki verið hærri síðan árið 2010.

Glíman við verðbólguna er ekki einkamál Seðlabankans. Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, atvinnurekendur og launþegasamtök, bera líka ábyrgð. Á það sérstaklega við þegar kjarasamningar eru lausir eins og í vetur. Seðlabankinn hefur hefur barist af veikum mætti gegn verðbólgunni. Þó nýjar verðbólgutölur sýni að hún hafi lækkað á milli mánaða þá stendur hún í 9,8%, sem er auðvitað alltof mikið.

Seðlabankinn hefur bent á að við þær aðstæður sem nú eru sé mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið sé til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga. Þrátt fyrir þetta verður að hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir fremur skynsama lendingu í kjaramálunum. Það sama verður ekki sagt um stjórnvöld, sem hafa eytt langt um efni fram. Á þessu ári er gert ráð fyrir 120 milljarða halla á ríkissjóði. Í gær var svo birt fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 og samkvæmt henni verður ríkissjóður rekin með halla allt þetta tímabil.

Þó  BSRB, BHM og KÍ landi samningum ber að geta þess að samningar annarra stórra opinberra starfsstétta losna einnig á morgun. Má þar sem dæmni nefna samninga Læknafélags Íslands, sem ná til um 1.250 lækna og samninga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) en 93% félagsmanna Fíh, eða um 3.200 manns, starfa hjá hinu opinbera, þar af eru 63% starfandi á Landspítalanum. Kjaraviðræðum félaganna hefur lítið þokað áfram. Vonast verður til þess að það breytist í kjölfar samninga BSRB, BHM og KÍ – að þá verði fljótlega gengið til samninga við þá sem bíða enn við samningaborðið.

Að öllu þessu sögðu þá er mikilvægt að hafa í huga að í raun er verið að fresta vandanum um eitt ár.  Strax í byrjun árs 2024 losna samningar á almenna vinnumarkaðnum og í kjölfarið losna svo samningar á opinbera markaðnum.

Glíman við verðbólguna er ekki einkamál Seðlabankans.

Baráttan við verðbólguna hér heima hefur verið erfið og þróun stýrivaxta undanfarin misseri verið mikil rússíbanareið. Í byrjun árs 2020 stóðu stýrivextir í 3%. Í kreppunni sem fylgdi faraldrinum hófst mikið vaxtalækkunarferli og á ellefu mánuðum voru vextirnir lækkaðir í niður í 0,75%, sem eru lægstu stýrivextir Íslandssögunnar. Þá hófst hækkunarferli, sem staðið hefur í tæp tvö ár og í dag standa vextirnir í 7,5% og hafa ekki verið hærri síðan árið 2010.

Glíman við verðbólguna er ekki einkamál Seðlabankans. Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, atvinnurekendur og launþegasamtök, bera líka ábyrgð. Á það sérstaklega við þegar kjarasamningar eru lausir eins og í vetur. Seðlabankinn hefur hefur barist af veikum mætti gegn verðbólgunni. Þó nýjar verðbólgutölur sýni að hún hafi lækkað á milli mánaða þá stendur hún í 9,8%, sem er auðvitað alltof mikið.

Seðlabankinn hefur bent á að við þær aðstæður sem nú eru sé mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið sé til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga. Þrátt fyrir þetta verður að hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir fremur skynsama lendingu í kjaramálunum. Það sama verður ekki sagt um stjórnvöld, sem hafa eytt langt um efni fram. Á þessu ári er gert ráð fyrir 120 milljarða halla á ríkissjóði. Í gær var svo birt fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 og samkvæmt henni verður ríkissjóður rekin með halla allt þetta tímabil.

Þó  BSRB, BHM og KÍ landi samningum ber að geta þess að samningar annarra stórra opinberra starfsstétta losna einnig á morgun. Má þar sem dæmni nefna samninga Læknafélags Íslands, sem ná til um 1.250 lækna og samninga Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) en 93% félagsmanna Fíh, eða um 3.200 manns, starfa hjá hinu opinbera, þar af eru 63% starfandi á Landspítalanum. Kjaraviðræðum félaganna hefur lítið þokað áfram. Vonast verður til þess að það breytist í kjölfar samninga BSRB, BHM og KÍ – að þá verði fljótlega gengið til samninga við þá sem bíða enn við samningaborðið.

Að öllu þessu sögðu þá er mikilvægt að hafa í huga að í raun er verið að fresta vandanum um eitt ár.  Strax í byrjun árs 2024 losna samningar á almenna vinnumarkaðnum og í kjölfarið losna svo samningar á opinbera markaðnum.