*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Týr
9. júlí 2018 10:01

Samkeppni shamkeppni

Samkeppniseftirlitið hefur ekki setið auðum höndum þó það séu sumarleyfi.

Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur ekki setið auðum höndum þó það séu sumarleyfi. Eða kannski það megi rekja dugnaðinn og dáðina til þess að þar sitja sumarmenn við hvert borð? Hagar sendu frá sér samrunatilkynningu í mars á nýliðnum vetri vegna samruna við Olís, en drógu hana til baka þegar eftirlitið ræskti sig og bjó til nýja, sem líklegri þótti til þess að blíðka það, en þar urruðu menn bara enn hærra um ógurleg „samkeppnisleg vandamál“.

***

Nú á þriðjudag lögðu Hagar svo fram tillögu, sem unnin var í samráði við Samkeppniseftirlitið (það samráð mun leyfilegt!), og lofuðu sama eldsneytisverði um land allt, að sölumenn eldsneytis í heildsölu hefðu bundið fyrir augu í vinnunni og mættu ekki deila kaffistofu með öðrum starfsmönnum Haga (og örfáum dögum áður lagði N1 fram samskonar tillögur eftir samráð við Samkeppniseftirlitið). Týr spyr sig af hverju Samkeppniseftirlitið hættir ekki þessu hálfkáki, tekur aftur upp nafnið Verðlagseftirlitið og kemur samkeppni og verðlagi í lag í eitt skipti fyrir öll. Það kann ljóslega enginn betur. 

***

Fyrrgreindar aðgerðir, hér í Viðskiptablaðinu liðið haust lýsti hann því hvernig hvergi í heiminum væru fleiri bensínstöðvar en einmitt á höfuðborgarsvæðinu, þær væru alltof margar nú þegar og yrðu æ óþarfari eftir því sem orkuskiptum í bílum vindur fram. Kannski Samkeppniseftirlitið vilji bara leysa þær til sín og sýna þessum bensíntittum hvernig eigi að fara að þessu.

Týr er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.