*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
12. júlí 2020 10:01

Samskiptaleysi á upplýsingaöld

Kórónuveiran vann sigur á dögunum vegna samskiptaleysis stjórnvalda og Íslenskrar Erfðagreiningar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar.
Valgarður Gíslason

Kórónuveiran vann sigur á dögunum þegar í ljós kom að Kári Stefánsson hafði haldið að stjórnvöld ætluðu að taka við skimunum fyrir veirunni af honum eftir að hann hljóp undir bagga í upphafi, enda svosem erfitt að ætlast til þess til lengdar án greiðslu.

Stjórnvöld virðast á móti hafa haldið að Kári ætlaði sér einmitt það, en samkomulag um skimanirnar var víst aðeins „handsalað“, og vildi Alma Möller landlæknir meina að ákvörðun Kára – sem virðist hafa verið tekin í nokkurri geðshræringu af orðalaginu að dæma – hafi bundið enda á skimanir Íslenskrar Erfðagreiningar nokkuð fyrr en talað hafi verið um.

Á árum áður snerist herkænska mikið um að spila með frumstæðar og brothættar samskiptaleiðir óvinarins, en það þykir fátítt á upplýsingaöld að samskiptaleysi leiði af sér slíkan ósigur.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.