Óðinn fjallar í morgun um umsagnir Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins við fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2023. Þær eru báðar vel unnar og málefnalegar og eru samhljóma sjónarmiðum Óðins í öllum meginatriðum sem birtust í pistli í síðasta mánuði.

Verstu tíðindin, en þau koma fram í umsögn SA, eru ef til vill þau á skatttekjur hins opinbera eru aðeins hærri í einu OECD landi en á Íslandi. Í Svíþjóð og munar þar aðeins einu prósenti. Óðinn hefur svo sem fjallað um háa skattbyrði oft, en þessar tölur eru verri en hann hélt.

Hér er stutt brot úr pistlinum en áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.

Heimsmet í launum opinberra starfsmanna

SA bendir á að Ísland eigi metið meðal OECD-ríkja í byrði launakostnaðar hins opinbera, en ekkert ríki ver hlutfallslega hærra hlutfalli af verðmætasköpun sinni í laun opinberra starfsmanna. Enn fremur hafa fá ríki séð viðlíka hækkun þessa hlutfalls á undanförnum árum.

Íslendingar vörðu 16% af landsframleiðslunni í laun starfsmanna hins opinbera og er aukningin ótrúleg, 2,6 prósentustig frá 2014. Næstir koma Danir en hlutfallið hjá þeim hefur lækkað um 1,5 prósentustig frá 2014.

***

Skattar í hámarki – en ríkisstjórnin ætlar bæta í

SA bendir á að á Íslandi er næsta hæsta hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu. Aðeins Svíþjóð er með hærra hlutfall en tekið er fram að ekki er hægt að leiðrétta gögn frá Danmörku þannig að þau séu samanburðarhæf.

Þetta eru auðvitað skelfileg staðreynd. Við erum meira að segja með hærra hlutfall en sósíalistarnir í Frakklandi. Hver hefði trúað því?

***

Þetta fjárlagafrumvarp er eitt margra sem er á ábyrgð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það verður að hrósa bæði Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins fyrir þeirra hörðu en málefnalegu gagnrýni. Hún er ekki sjálfsögð.

Ísland er lítið land. Til marks um það þá er núverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fyrrverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherrans. Og aðstoðarframkvæmdastjóri SA og sami ráðherra eru bræðrabörn.