*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Huginn og muninn
5. febrúar 2018 11:09

Sandkassaleikur í kringum DV

Róbert Wessman og félagar eiga félagið Dalinn en félag Sigurður G. nefndi sitt félag Dalsdal.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og eigandi Dalsdals ehf.
Haraldur Guðjónsson

Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans í fjárfestingafélaginu Dalnum töldu sig illa svikna þegar helstu fjölmiðlar Pressunnar, eins og til dæmis DV, voru seldir út úr félaginu til Frjálsar fjölmiðlunar, í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar í haust. Dalsmenn sögðust steinhissa á sölunni og vildu gjarnan fá að vita hvaða fjárfestar fjármögnuðu kaupin.

Pressan hefur síðan verið lýst gjaldþrota og Sigurður G. er þögull sem gröfin hvað varðar fjármögnun kaupanna. Meinfýsnari aðilar en hrafnarnir gætu túlkað það sem svo að verið væri að strá salti í sár Dalsmanna með nafni félagsins sem Sigurður G. á Frjálsa fjölmiðlun í gegnum. Það ber nafnið Dalsdalur ehf.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.