*

föstudagur, 19. júlí 2019
Jón Ingvarsson
19. ágúst 2018 12:31

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Þorkell Sigurlaugsson, talsmaður dr. Ásgeirs Jónssonar, fer mikinn í níðgrein um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og reynir líka að kasta rýrð á mig persónulega, sem ég hirði ekki um að svara.

Haraldur Guðjónsson

Þorkell Sigurlaugsson, talsmaður dr. Ásgeirs Jónssonar, fer mikinn í níðgrein um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og reynir líka að kasta rýrð á mig persónulega, sem ég hirði ekki um að svara.

Í síðustu greinum mínum hef ég einvörðungu reynt að fá svör við tveimur einföldum spurningum um málefni SH, sem höfð eru beint eftir nefndum Ásgeiri. Hann hefur hvorugri spurningunni svarað, en Þorkell, málpípa hans, hefur í löngu máli og mörgum greinum reynt að drepa málinu á dreif.

Loks í síðustu grein sinni fer hann með hrein ósannindi.

Þorkell segir orðrétt: „Varðandi hitt atriðið, þ.e. seinni spurningu Jóns, þá sagði Ásgeir aldrei að SH hafi ekki átt rekstrarerindi eftir árið 1990. Það er í besta falli misskilningur hjá Jóni."

Í viðtalinu við Ásgeir í Viðskiptablaðinu 18. mars sl. er haft eftir honum orðrétt og innan gæsalappa: „Þetta fyrirtæki hafði ekki rekstrarerindi á Íslandi eftir að utanríkisverslun varð frjáls eftir árið 1990."

Það væri skynsamlegt af Ásgeiri að biðjast afsökunar á sögufölsun sagnaritara síns og láta hann hætta störfum.

Höfundur er fyrrverandi stjórnarformaður SH.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is