*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Huginn og muninn
5. maí 2019 15:04

Seðlabankafólk kært

Verði ákært og einhverjir dæmdir sekir þá geta brotin varðað allt að 10 ára fangelsi.

Haraldur Guðjónsson

Hafinn er nýr kafli í sögu Samherja og Seðlabankans. Í vikunni sendi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, frá sér tilkynningu, þar sem fram kemur að Seðlabankinn hafi hafnað beiðni um sáttafund til að ákvarða bætur vegna „tilhæfulausra aðgerða bankans gegn Samherja, sem hafa staðið í rúm sjö ár“.

Hefur stjórn Samherja og Þorsteinn Már persónulega ákveðið að kæra Má Guðmundsson seðlabankastjóra, Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóra, Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, Rannveigu Júníusdóttur, framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins og Sigríði Logadóttur, aðallögfræðing bankans, til lögreglu fyrir brot á hegningarlögum. Verði ákært og einhverjir dæmdir sekir þá geta brotin varðað allt að 10 ára fangelsi.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.