*

laugardagur, 4. júlí 2020
Huginn og muninn
19. júní 2020 20:02

Seinheppni Þorvaldar Gylfasonar

Það verður seint sagt að heppnin hafi elt Þorvald Gylfason á röndum þegar kemur að atvinnutækifærum.

Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Það verður seint sagt að heppnin hafi elt Þorvald Gylfason á röndum þegar kemur að atvinnutækifærum síðastliðinn áratug. Árið 2010 var kosið til stjórnlagaþings, og fékk Þorvaldur þar langtum flest atkvæði, en kosningin síðar dæmd ólögmæt.

Hann var þá skipaður í stjórnlagaráð, sem samdi nýja stjórnarskrá, en hún síðan ekki tekin upp, svo hann brá á það ráð að stofna stjórnmálaflokk, sem fékk nokkrum atkvæðum of fá til að eiga rétt á styrk, og starfsemin lagðist af.

Nú síðast var honum sem kunnugt er svo gott sem lofað starfi, sem aftur var svo hrifsað úr greipum hans á síðustu stundu.

Það mál varð þó til þess að Samfylkingin fór loks að láta á sér kræla. Þingmenn Samfylkingarinnar telja greinilega að ritstjórastaða við norrænt hagfræðirit, sem nánast enginn hafði heyrt minnst á fyrr en fyrir nokkrum dögum, sé eitt brýnasta mál samtímans.

Óskandi væri ef þeir legðu ámóta kraft í „litlu málin“, eins og kreppuna sem nú gengur yfir með tugprósenta atvinnuleysi og tekjufalli stærstu atvinnugreinar þjóðarinnar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.  

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.