*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Huginn og muninn
24. júlí 2020 18:03

Sekta vegna löngu horfins félags

Hrafnarnir spyrja sig hvort SKE ætti frekar að hraða málum á borði sínu fremur en að óska sér fleiri verkefna?

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Haraldur Guðjónsson

Í vikunni kunngjörði Samkeppniseftirlitið (SKE) sátt við Ölgerðina og CCEP vegna samskipta félaganna um framstillingu vara í hillum verslana. Kvörtun vegna málsins barst árið 2011 og fyrirtækið sem kvartaði er fyrir löngu farið veg allrar veraldar.

Gengust félögin við brotum sínum og greiddu sekt vegna þessa, samanlagt 37 milljónir króna. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var litið til þess að málið „tafðist verulega“ meðal annars vegna „mikillar fjölgunar á samrunatilkynningum til eftirlitsins“.

Fyrir þinglok voru veltumörk samrunatilkynninga hækkuð. Andmælti Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SKE, því að veltumörk heimildar til að kalla eftir samrunatilkynningu yrðu hækkuð og lagði til að mörkin yrðu engin. Hrafnarnir spyrja sig hvort ekki væri nær lagi að SKE hraðaði málum sem þegar eru á borði þess í stað þess að óska sér fleiri verkefna?

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.