*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Huginn og muninn
12. október 2019 10:02

Sendir í GAMMAkrókinn

Innan Kviku banka er talað um að þeir sem hafi þurfti að fara í höfuðstöðvar GAMMA hafi verið sendir í GAMMAkrókinn.

Úr höfuðstöðvum GAMMA í Garðastræti.
Haraldur Guðjónsson

Starfsmenn GAMMA hafa vafalaust átt svefnlausar nætur undanfarna daga. Ástæðan er líklega einhvers konar sambland af skellinum sem fyrirtækið fékk eftir Novus-skandalinn og slæmum breskum rúmdýnum.

Eins og allir sem fylgjast með viðskiptum vita þá tók Kviku banki við kaleiknum fyrir ári. Þar á bæ hafa menn verið sveittir við að reikna sig í gegnum GAMMA-sjóðina. Hrafnarnir hafa heyrt að í höfuðstöðvum Kviku í Borgartúni leynist þónokkur fjöldi gárunga. Vilja gárungarnir meina að starfsmennirnir sem hafi þurft að fara í höfuðstöðvar GAMMA í Garðastræti hafi verið sendir í GAMMAkrókinn.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Stikkorð: GAMMA Kvika banki
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.