*

laugardagur, 4. desember 2021
Huginn og muninn
22. október 2021 08:12

Siggu Kling á þing?

Alþingi leitar nú að framtíðarfræðingi til að aðstoða þingmenn við að ráða í framtíð landsins.

Haraldur Guðjónsson

Á vef Alþingis birtist nýverið áhugavert skjal. Þar vísa hrafnarnir ekki í gögn undirbúningskjörbréfanefndar heldur í auglýsingu þar sem laust er til umsóknar starf framtíðarsérfræðings til starfa. Um nýja stöðu er að ræða en með breytingum á þingsköpum, sem gerðar voru fyrr á þessu ári, var stofnuð sérstök framtíðarnefnd þingsins.

Starf téðs sérfræðings felst í að aðstoða téða þingmannanefnd við að ráða í framtíð Íslands. Hrafnarnir eru vissulega sammála því að ekki sé vanþörf á liðveislu fyrir þingmenn í starfi sínu en eru aftur á móti ekki sannfærðir um að framtíðarfræði ættu að vera þar efst á blaði. Réttara væri að byrja á því að láta þingmenn, hluta þeirra hið minnsta, sitja grunnnámskeið í lögfræði og hagfræði.

En framtíðarfræðingur skal það vera. Mæla hrafnarnir eindregið með Siggu Kling í það starf.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.