*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Huginn og muninn
25. ágúst 2019 10:04

Sjálfstæðismenn markhópurinn

Miðflokkurinn auglýsti á Facebook orkupakkafund sem haldinn var á Selfossi í fimmtudaginn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Umræðan um þriðja orkupakkann mjatlar áfram, þó að áhuginn virðist raunar einskorðast við tiltölulega þrönga hópa sitt hvoru megin víglínunnar, en á milli stendur þorri þjóðarinnar litlu nær um hvað málið snýst.

Við blasir að Miðflokkurinn vill gera sér mat úr málinu, aðallega á þjóðernisforsendum að best verður séð, sem er þeim mun stórfenglegra á að líta fyrir áhugafólk um stjórnmál og samtímasögu í ljósi þess að það var foringinn sjálfur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var helsti frumkvöðull innleiðingar þessa sama orkupakka og umræðu um lagningu framlengingarsnúru til Evrópu.

Í þeirri baráttu er öllum brögðum beitt, eins og vel sést á því að Miðflokkurinn auglýsti á Facebook orkupakkafund sem haldinn var á Selfossi í fimmtudaginn, en markhópurinn var fylgjendur Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Ekki alveg Trump og Cambridge Analytica, en ekki að efa að Persónuvernd hafi áhuga á því að stjórnmálaflokkur sé að viða að sér og notfæra sér upplýsingar um fylgjendur annarra flokka, sem tæplega hafa gert sér þann möguleika í hugarlund þegar þeir „lækuðu“ flokkinn sinn.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.