*

miðvikudagur, 21. apríl 2021
Huginn og muninn
28. febrúar 2021 09:01

Skarhjálmur yfir Loga Samfylkingar

Fylgi flokksins fer þverrandi samkvæmt mælingum þrátt fyrir stjörnuprýddan framboðslista.

Haraldur Guðjónsson

Líklega hefur Samfylkingin bundið nokkrar vonir við kjörþokka stjörnuprýdds framboðslista flokksins í Reykjavík, sem skartar nafntoguðum nýliðum í þremur af fjórum efstu sætunum.

Hrafnarnir geta sér því til að niðurstöður mælinga á fylgi flokkanna sem MMR birti á dögunum hafi verið sem skarhjálmur yfir Loga Samfylkingarinnar. Fylgi flokksins mældist nefnilega 13,1% og hefur lækkað um 2,5 prósentustig frá síðustu mælingu, sem er marktækur munur.

Á meðal nýliða í flokknum er reynsluboltinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir, en þess má geta að fylgi fyrrverandi samherja hennar í Vinstri grænum mældist um 3 prósentustigum hærra en síðast. Hrafnarnir voga sér þó ekki að halda því fram að hér sé um orsakasamhengi að ræða.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.