*

föstudagur, 23. október 2020
Huginn og muninn
18. október 2020 10:11

Skellti sér í golf

Það er þetta með hina kjörnu fulltrúa þjóðarinnar og dómgreindarbrestinn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Haraldur Guðjónsson

Þegar önnur bylgja Covid skall á í lok sumars og fólk var beðið um að hafa hægt um sig ákvað ríkisstjórnin að halda til streitu árlegum sumarfundi sínum, sem að þessu sinni fór fram á Suðurlandi. Málalyktir þekkja flestir. Nánast allir ráðherrar þurftu að fara í sóttkví eftir að starfsmaður á hóteli, þar sem ráðherrarnir snæddu kvöldverð, reyndist smitaður.

Fyrir síðustu helgi ákvað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, að fara í golf í Hveragerði. Undir venjulegum kringumstæðum hefði það ekki verið neitt tiltökumál nema hvað að búið var að beina þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að fara ekki út á land í golf. Þorgerður Katrín ákvað samt sem áður að skella sér í golf. Þrátt fyrir afsakanir Þorgerðar Katrínar þá var þessi ákvörðun hennar enn furðulegri þegar haft er í huga að hún situr í stjórn Golfsambandsins.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.