*

laugardagur, 4. desember 2021
Huginn og muninn
3. október 2021 10:12

Skilningslausir píratar

Ef skilningur Pírata á hinum ýmsu kerfum er mælikvarði þess hvort breytinga sé þörf, er ljóst að umbylta þarf ansi mörgum þeirra.

epa

Magnús Davíð Norðdahl, sem að morgni sunnudags var á leiðinni á þing fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, eða þangað til að umdeild endurtalning sendi hann á bekkinn, sagði í Kastljósi á þriðjudaginn að kosningakerfið væri óskiljanlegt og því þyrfti að breyta því.

Ef skilningur Pírata á hinum ýmsu kerfum er mælikvarði þess hvort þörf sé á breytingu á þeim, er ljóst að umbylta þarf ansi mörgum þeirra. Þannig virðist skattkerfið Pírötum allsendis óskiljanlegt ef marka má Twitter færslur Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Smára McCarthy, sem og útreikninga flokksins á helstu tekjuöflunaraðgerð flokksins, þar sem tugmilljarða skekkju var að finna

Meira að segja kaupmáttur virtist óskiljanlegt hugtak í huga Halldóru Mogensen í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.