*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Huginn og muninn
31. mars 2020 07:20

Skilvirkara Alþingi

Hrafnarnir eru vafalaust ekki þeir einu sem sakna ekki óþarfa málalenginga og háreysti sem vanalega einkennir þingsalinn.

Haraldur Guðjónsson

Líkt og flest annað í samfélaginu er starfsemi þingsins í lágmarki þessa dagana en mælst er til þess að umræður í þingsal séu með minnsta móti og flokkarnir velji sér einn talsmann fyrir hvert mál.

Líkt og áður fer mesta vinnan fram fyrir luktum dyrum fastanefndanna en nú í gegnum fjarfundabúnað. Hrafnarnir eru vafalaust ekki þeir einu sem sakna ekki óþarfa málalenginga og háreysti sem vanalega einkennir þingsalinn.

Nú er tækifæri fyrir þingskapanefnd til að grípa gæsina og skoða alvarlega hvort hér sé ekki komið fyrirkomulag sem gæti átt við í störfum þingsins til frambúðar. Eða í anda „Fíkniefnalauss Íslands 2000“: Skilvirkara Alþingi 2021.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.