*

föstudagur, 28. janúar 2022
Huginn og muninn
3. desember 2021 07:31

Skipuð vínráðherra

Ás­laug Arna hugsar í lausnum og styðst við skamm­stöfunina VÍN til að muna heiti vísinda-. iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytis.

Líkt og alkunna er hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verið skipuð vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Í tilfellum sem þessu, þar sem nokkrir málaflokkar heyra undir eitt og sama ráðuneytið, getur verið snúið að muna heiti ráðuneytisins þannig að málaflokkarnir raðist rétt.

Á síðasta kjörtímabili sneru vandræðin einkum að ráðuneyti ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar sem ráðherrann með langa nafnið, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, stýrði.

Áslaug Arna hugsar í lausnum og sagðist í viðtali við K100 styðjast við skammstöfunina VIN eða VÍN til að muna heiti ráðuneytis síns.

Til einföldunar leggja hrafnarnir til að Áslaug Arna verði hér eftir titluð vínráðherra, sem er einkar viðeigandi í ljósi þess að andstæðingar hennar nýta enn hvert tækifæri til að minnast á hvítvín og humar þegar ráðherrann sköruglega ber á góma.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.