*

föstudagur, 25. júní 2021
Huginn og muninn
10. apríl 2021 10:22

Skoðanabræðurnir

Sveinn Andri og Gunnar Smári eru á sömu línu í einu umdeildasta máli síðustu vikna.

Sveinn Andri og Gunnar Smári.

Stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hæddist óspart að þeim sem þóttu á sér brotið með skylduvistun í farsóttarhúsi og vildu láta reyna á grundvallarréttindi sín fyrir dómstólum. „Lagagrundvöllurinn er aukaatriði," skrifaði lögmaðurinn á samfélagsmiðlum og þótti þetta óttalegt væl.

Skoðanabróðir lögmannsins, sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson, tók í sama streng og hæddist að „þjáningum" vistmannanna. Þessir taktar komu hröfnunum ekki á óvart hvað sósíalistaforingjann varðar, enda hefur sósíalisminn löngum ekki verið upptekinn af mannréttindum. Lögmaðurinn hefur aftur á móti stutt Viðreisn, hverrar grunnstefna segir réttlátt samfélag byggjast á virku réttarríki, virðingu fyrir mannréttindum vera forsendu trausts til yfirvalda og að samfélagið megi aldrei sofna á verðinum gagnvart réttindum einstaklinga. Lögmaðurinn er ef til vill búinn að skipta um flokk?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.