*

mánudagur, 25. október 2021
Huginn og muninn
17. september 2021 07:31

Langþráð frí frá minnisblöðunum

Það er skemmtileg tilviljun að þessi fallegu myndamóment hafi einmitt verið nú í september – kortéri fyrir þingkosningar.

Skólfustunga að nýju rannsóknarhúsi Landspítalans við Hringbraut.
Eva Björk Ægisdóttir

Heilbrigðisráðherra hefur á síðustu dögum tekið sér langþráð frí frá lestri minnisblaða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Föstudaginn 3. september skellti Svandís Svavarsdóttir sér upp í Landspítala til að taka skóflustungu að nýju rannsóknahúsi, sem rísa á við Hringbraut. Sex dögum seinna átti hún leið framhjá Landspítalanum og notaði tækifærið til að skrifa undir samning vegna hönnunar og framkvæmda við nýtt bílastæða- og tæknihús við Hringbraut. Á þriðjudaginn fullkomnaði hún þrennuna þegar hún mætti aftur á Hringbrautina til að kynna opnun forvals vegna hönnunar á nýbyggingu við Grensásdeild Landspítalans.

Það er skemmtileg tilviljun að þessi fallegu myndamóment hafi einmitt verið nú í september – kortéri fyrir þingkosningar, sem að stórum hluta hafa einmitt snúist um heilbrigðismál.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.