*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Huginn og muninn
12. maí 2019 11:01

Skrattinn hitti ömmu sína

Skærur Árna Vals hótelstjóra og Sólveigar Önnu Eflingarformanns halda áfram en ólíkt SA svarar hann fullum hálsi.

Árni Valur Sólonsson hótelstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar
Haraldur Guðjónsson

Segja má að skrattinn hafi hitt ömmu sína þegar þeim laust saman á sínum tíma, Árna Val Sólonssyni hótelstjóra og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í aðdraganda verkfallskosninga félagsins. Þá fór sú síðarnefnda, rígspennt með myndavélarnar í humátt á eftir sér milli vinnustaða við söfnun atkvæða, þar sem engar hlutleysisreglur virtust gilda.

Þær skærur blossuðu upp á ný í gær, þegar Efling sendi rétt fyrir hádegisfréttatíma útvarpsstöðvanna út harðorðaðar og nafngreindar ásakanir á Árna Val og þriggja hótela hans. Voru ásakanirnar í hefðbundnum stóryrðingarstíl róttæka armsins í verkalýðsfélögunum.

Árni Valur getur þó ólíkt forystumönnum samtaka atvinnurekenda svarað fyrir sig í sama stíl og jafnvel bætt um betur, fyrirsagnarmeisturum fjölmiðlanna til mikillar gleði. Sagði hann yfirlýsingar Eflingar „bara bull og lygi“ það væri vel borgað hjá sér og fólki hafi liðið vel í vinnu „þangað til hún kom þessi kelling þarna, kommúnistinn, til valda í Eflingu“.

Þó að Hröfnunum finnist þarna kannski meira í efni lagt heldur en ástæða sé til, má vera ljóst að hann endurómaði það sem margir atvinnurekendur hafa hugsað, þegar hann sagði að formaðurinn vildi „bara fara í verkfall“ í nýafstöðnum kjaraviðræðum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is