*

miðvikudagur, 23. september 2020
Huginn og muninn
15. ágúst 2020 12:21

Skýrsla Schrödinger?

Hrafnarnir hvetja Þorstein til að ganga á undan með góðu fordæmi og birta skýrslu sem Wikborg Rein vann um Samherjamálið hið síðara.

Haraldur Guðjónsson

Samherjamenn hófu í vikunni varnarræðu sína gegn þeim ásökunum sem bornar hafa verið á félagið síðasta áratuginn eða svo. Málið byrjaði á byrjunarreit með YouTube þætti um Samherjamálið hið fyrra og þætti Helga Seljan í því. Í brennidepli er skýrsla sem ýmist er sögð ekki vera til en svo virðist einnig sem fréttamaðurinn hafi átt við skýrsluna.

Þótt hrafnarnir hafi þekkingu á sumu (og þykist sérfræðingar um annað) þá hefur það reynst þeim erfitt að fá fullyrðingarnar til að ganga upp. Hvernig getur einhver átt við eitthvað sem ekki er til? Hver veit, kannski á téð skýrsla ættir að rekja til Erwins Schrödinger?

Að endingu hvatti Þorsteinn Már Baldvinsson RÚV að birta téða skýrslu. Hrafnarnir hvetja Þorstein til að ganga á undan með góðu fordæmi og birta skýrslu sem Wikborg Rein vann um Samherjamálið hið síðara.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.