*

sunnudagur, 31. maí 2020
Huginn og muninn
23. maí 2020 11:05

Skýrslan um Lindarhvol

Ýmsar spurningar vakna við lesturinn — skýrsludrögin voru 70 síður en skýrslan sjálf um 40 — málefni og sala Klakka.

Lindarhvoll ehf. var að fullu í eigu ríkissjóðs.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

Lindarhvoll ehf. var stofnað árið 2016 til þess að sjá um sölu á stöðugleikaframlagseignum. Ýmsir hafa gagnrýnt starfsemi félagsins, meðal annars eignasölu, laun stjórnarmanna, sem og um 100 milljóna króna kaup á lögfræðiþjónustu frá fyrirtæki Steinars Þórs Guðgeirssonar lögmanns. Nú 27 mánuðum eftir að starfsemi Lindarhvols lauk var úttekt Ríkisendurskoðunar loks birt. Samkvæmt henni var ekkert athugavert við starfsemina.

Það vekur samt athygli Hrafnanna að skýrslan skuli einungis telja ríflega 40 blaðsíður. Fréttablaðið greindi frá því í janúar að skýrsludrögin teldu 70 blaðsíður og að stjórn Lindarhvols hefði gert ítarlegar athugasemdir við þau. Þá fékk félagið Frigus II, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, þær upplýsingar að fjallað hefði verið um sölu Klakka, sem hét áður Exista, á tveimur stjórnarfundum Lindarhvols. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að málefni Klakka hafi verið til umræðu á sex fundum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.