*

þriðjudagur, 28. september 2021
Huginn og muninn
29. febrúar 2020 10:02

Slæm tímasetning Wu-air

„Segja má að tímasetning Wow-liða til að hefja starfsemi á Ítalíu gæti vart verið verri.“

Michelle Roosevelt Edwards er stjórnarformaður hins endurreista Wow air.
vb.is

Óhætt er að segja að hrafnarnir hafi rekið upp stór augu í gærmorgun þegar Wow air greindi frá því að félagið myndi brátt hefja frakt- og farþegaflutninga frá Ítalíu. Hyggst félagið hefja flug til og frá Róm og Sikiley. Segja má að tímasetning Wow-liða til að hefja starfsemi á Ítalíu gæti vart verið verri.

Hin alræmda COVID-19 veira, sem upphaflega gekk undir nafninu Wuhan-veiran, hefur tekið sér bólfestu í norðurhluta Ítalíu og hafa heilu héruðin þar verið sett í sóttkví sökum þess. Hefur veiran nú þegar sett verulegt strik í reikning ferðaþjónustunnar á Ítalíu, þar sem margir ferðalangar hafa afpantað ferðir til landsins. Því má fastlega gera ráð fyrir að draga muni verulega úr flugferðum til landsins á meðan veiran gengur yfir.

Hrafnarnir hafa heyrt út undan sér að gárungar séu farnir að kalla lággjaldaflugfélagið Wu-air og bíða þeir nú spenntir eftir því hvort næsti áfangastaður sem Wu-air kynnir til leiks verði Íslendinganýlendan Tenerife.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Ítalía Wow air kórónuveiran
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.