*

laugardagur, 11. júlí 2020
Huginn og muninn
30. maí 2020 11:05

Sló út hjá Snorra

Starf Skattsins lamaðist svo mjög vegna rafmagnsleysis að skrifstofunni var lokað.

Snorri Olsen ríkisskattstjóri.

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2020 vegna tekna á síðasta ári varð aðgengileg einstaklingum á þjónustusíðum hvers og eins í lok vikunnar. Greinilegt er að mikið álag hefur verið á starfsfólki Skattsins síðustu daga, svo mikið raunar að það sló út hjá Snorra Olsen ríkisskattstjóra og starfsfélögum hans á miðvikudaginn.

Rafmagnsleysið var svo alvarlegt að loka þurfti skrifstofu Skattsins. Í tilkynningu á vef embættisins kom fram að þjónusta á vef yrði skert og það sem meira er þá lá símkerfið niðri og því „ekki hægt að hafa samband símleiðis“. Það má kannski benda Skattinum á að svokallað GSM símkerfi var tekið upp fyrir rúmum tveimur áratugum og er notkun þess orðin nokkuð útbreidd á meðal landsmanna. Hrafnarnir benda Skattinum líka á áhugaverða grein um varaaflstöðvar, sem birtist í Bændablaðinu þann 18. febrúar síðastliðinn en þar eru hugleiðingar um það hvað bera að hafa í huga „áður en til kaupa á diesel vara- og neyðaraflstöðvum kemur“.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.