Um 50 manns frá Íslandi eru nú á leið tuttugasta og sjöunda aðildarríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP27) til Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Fyrir þá sem ekki vita þá Sharm, eins og borgin er kölluð í daglegu tali, þekkt fyrir lúxus, strandir, tæran sjó og kóralrif. Sem sagt afar heppilegur staður til fundarhalda – sérstaklega um loftslagsmál.

Fundurinn er stuttur, stendur frá 6-18 nóvember, eða aðeins í 12 daga. Ótrúlegur árangur að ná ræða svo flókið mál á svo stuttum tíma.

Um 20 þúsund þátttakenda munu mæta í paradísina til leggja áherslu á að „ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun jarðar frá iðnbyltingu innan við 1,5 °C." Framlag þessara 20 þúsund þátttakenda til þess er setjast upp í flugvél til að koma saman og ræða um að aðrir eigi ekki að fljúga. Þeir hafa víst hvorki heyrt Teams né Zoom.

Ríkissjóður er rekinn með mörg hundruð milljarða halla síðustu árin og þau næstu og þá dettur mönnum í hug að senda 50 manna sendinefnd á fund, sem langflestir eru kostaðir af skattgreiðendum – ef ekki allir.

Það kæmi Tý ekki á óvart að kostnaður íslenska ríkisins við fundinn nemi um 100 milljónum króna.

Það eru mikil vonbrigði að umhverfisráðherrann Guðlaugur Þór, en frá hans ráðuneyti fara nokkrir, og fjármálaráðherrann Bjarni Ben komi ekki í veg fyrir þessu dellu.

Svandís Svavarsdóttir ætlar að leiða okkar fólk í Sharm til sigurs. Týr hlakkar til að sjá Svandísi sólbrúna og sæla þegar hún snýr aftur.