*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Huginn og muninn
25. október 2020 10:01

Sötra fernurauðvín og brandí

Í nýju „þóunarverkefni“ á bar í Grafarvoginum verður fremur stílað á magn en gæði.

Það er ágætt að greina lesendum frá því að hrafnarnir hafa nú sett af stað ákveðið „þróunarverkefni“ þar sem fyrirmyndin er sótt til yfirstjórnar Reykjavíkurborgar. Sem kunnugt er ákváðu borgaryfirvöld að veita nokkrum lykilstarfsmönnum aðgang að vinnustofu hér í borg, þar sem þeir stunduðu stíf fundarhöld sötrandi Chardonnay. Eins og gengur skelltu þeir í sig nokkrum Moscow Mule og kláruðu síðan fundina með glasi af 16 ára Lagavulin.

„Varðandi áfengiskaup hjá starfsfólki borgarinnar þá eru 500 þúsund hjá tíu skrifstofum og sviðum yfir nánast heilt ár til marks um ábyrgð og hófsemi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um málið.

„Þróunarverkefni“ hrafnanna er keimlíkt nema stílað verður á magn frekar en gæði. Þeir hafa fengið kort á bar í Grafarvoginum með ótakmörkuðu leyfi til að sötra fernurauðvín og brandí.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.