*

fimmtudagur, 4. mars 2021
Huginn og muninn
6. mars 2016 10:09

Sparkað í gullkálfinn

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins sótti í ranga uppsprettu myndmáls í nýlegum pistli.

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, skrifaði annars áhugaverðan leiðara á dögunum um fjárfestingu í innviðum til að mæta auknum straumi erlendra fréttamanna. Efnið var ágætt, en myndmálið var öllu óheppilegra.

Í pistlinum, sem upphaflega bar heitið „Sparkað í gullkálfinn“, segir Þorbjörn að ferðaþjónustan sé eiginlegur gullkálfur. Vandinn er náttúrlega sá að kálfar verpa ekki gulleggjum, heldur hafa gullkálfar frekar öðlast frægð fyrir að tæla gyðinga til trúvillu. Reyndar varð kálfurinn að gullgæs síðar í pistlinum, þannig að það er eins og höfundurinn hafi séð að sér á miðri leið. Nafni pistilsins hefur verið breytt í „Sparkað í gullgæsina“ þótt kálfurinn standi óhreyfður í annarri málsgrein. 

Vonandi er að ferðaþjónustan eigi meira sammerkt með gullgæs en gullkálfi.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.