Stórt skref í átt að lausn djúpstæðs fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar var stigið í gærkvöldi. Þá var samþykkt tillaga Sjálfstæðismanna um sumarbústaður í eigu borgarinnar verði settur í sölumeðferð. Rétt eins og Kremlarbændur forðum áttu sín dacha á borgin sumarbústað við Úlfljótsvatn þar sem að borgarfulltrúar og mikilvægir embættismenn borgarinnar geta hvílst og endurnærst í friðsælli náttúru við vatnið.

Gert er ráð fyrir að borgin geti fengið á bilinu 20-30 milljónir fyrir bústaðinn. Þrátt fyrir að meirihluti sé fyrir sölunni hefur enn ekki verið tekin ákvörðun fyrirkomulag hennar. Hrafnarnir heyra að deildar meiningar séu um það meðal borgarfulltrúa. Sumir borgarfulltrúar vilja að bústaðurinn verði seldur í lokuðu útboði fagfjárfesta. Aðrir telja að slíkt fyrirkomulag bjóði hættunni heim og það leiði til þess að bústaðurinn verði seldur til vinar Páls Magnússonar og vilja því að farið verði almennt útboð á eigninni.

Hrafnarnir telja að ákvörðunin um söluna á bústaðnum marki ákveðin þáttaskil í sögu borgarinnar þegar kemur að sumarhúsum. Fram til þess hafa þau sumarhús sem borgin og fyrirtæki hennar hafa ekki lengur viljað eiga verið rifin. Þannig átti Orkuveitan glæsilegt sumarhús á eftirsóttum stað við Þingvelli sem gekk undir nafninu Forstjórabústaðurinn. Árið 2014 ákvað Bjarni Bjarnason forstjóri OR að rífa bústaðinn og nýlegt bátaskýli við Þingvallavatn þar sem hann hafði ekki lengur rétt á að nýta hann sem forstjóri félagsins. Ekki kom til álita að selja hann til að styrkja efnahag Orkuveitunnar.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.