*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
20. september 2020 09:01

Steingrímur J. út og Kolbeinn inn?

Allt síðan árið 1983 hefur Steingrímur J. átt sitt sæti á þingi en það er mögulega að breytast.

Kolbeinn Óttarsson Proppé er í dag þingmaður VG í Reykjavík suður.
Haraldur Guðjónsson

Yst á vinstri kantinum í íslenskri pólitík búast menn við því að Steingrímur J. Sigfússon fari nú að segja þetta gott og hætta þingmennsku. Steingrímur J. hefur setið á þingi síðan 1983, sem er einmitt sama ár og frumvarp um kvótakerfið var samþykkt. Þetta ár varð einnig bylting í íslensku sjónvarpi þegar RÚV hætti að fara í sumarfrí í júlí. Árið 1983 var Kolbeinn Óttarsson Proppé, núverandi þingmaður VG í Reykjavík suður, ellefu ára.

Talandi um Kolbein þá hafa hrafnarnir tekið eftir tíðum ferðum þingmannsins út á land og þá sérstaklega í Norðausturkjördæmi, sem er einmitt kjördæmi Steingríms J. Hafa hrafnarnir heyrt að Kolbeinn renni hýru auga á þingsæti í kjördæminu en hann á rætur að rekja þangað, hafandi slitið barnsskónum á Dalvík og Siglufirði. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, er hinn þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Stefnir hún væntanlega á oddvitasætið en Kolbeinn gæti sett strik í reikninginn.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.