*

föstudagur, 14. maí 2021
Huginn og muninn
20. apríl 2021 11:35

Stimpillinn var niðri í vinnu

Hrafnarnir mælast því til þess að fólk kaupi stimpla til að senda með umsóknum sínum á meðan heimsfaraldur geisar.

Haraldur Guðjónsson

Farsóttin hefur nú geisað í rúmt ár og hafa allir verið af vilja gerðir að gera hið besta úr erfiðum aðstæðum. Þar sker borgin sig helst úr. Nýverið var dæmi um slíkt hvíslað í eyru hrafnanna og er þeim ljúft og skylt að dreifa kjarna sögunnar áfram.

Á fjórða ársfjórðungi 2020 sendi einstaklingur tiltekna umsókn til borgarinnar en í byrjun þessa árs hafði hún ekki verið afgreidd. Hafði hann samband til að forvitnast hvort afgreiðslu væri ekki lokið. Svarið var, tjah, já og nei.

Afgreitt skjal var tilbúið en fékkst ekki afhent. Ástæðan? Sökum heimavinnu gat umræddur starfsmaður ekki farið niður á skrifstofu en þar hafði hann gleymt embættisstimplinum. Sökum smithættu mátti hann ekki sækja hann á vinnutíma og ekki var hægt að fara á stassjón utan hans. Það er nefnilega yfirvinnubann í gildi.

Hrafnarnir mælast því til þess að fólk kaupi stimpla til að senda með umsóknum sínum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.