*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
6. júlí 2020 08:10

Stjórnin fær skammarbréf

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur sent stjórn RÚV erindi þar sem henni eru settir afarkostir.

Ríkisútvarpið í Efstaleiti.
Haraldur Guðjónsson

Skeytingarleysi stjórnar RÚV við beiðni Viðskiptablaðsins um afrit af fundargerðum er algjört. Þetta mál virðist vefjast svo fyrir stjórninni að hún hefur nú dregið það í ellefu mánuði að svara beiðninni. Það sem meira er þá hefur hún hundsað úrskurðarnefnd um upplýsingamál í sjö og hálfan mánuð en í nóvember á síðasta ári bað nefndin stjórnina að afgreiða málið.

Nú er úrskurðarnefndin búin að fá sig fullsadda og sendi stjórninni erindi sem á sér líklega engin fordæmi. Verði stjórnin ekki búin að afgreiða málið á næstu tveimur vikum hyggst nefndin gera Alþingi, sem og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, grein fyrir málinu og vekja athygli á óhóflegum töfum. Þetta þykir hröfnunum merkilegt enda leggur RÚV mikla áherslu á það hlutverk sitt að starfa í almannaþágu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.