Nú hefur spurningunni um hvernig hægt sé að verðleggja eignarhlut í fjármálafyrirtæki með sem nákvæmustum hætti verið svarað: Þú færð bara Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda til að hóa saman nokkrum stjórnmálafræðingum, sem starfa hjá ríkinu og þeir geta sagt þér upp á hár hvers virði eignarhluturinn hvaða tíma sólarhrings. Þetta er einmitt ein af niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar – það er að segja að virði hlutar ríkisins hafi verið tæpum tveimur milljörðum meira virði en hann var seldur á þegar útboðið hófst.

Hrafnarnir hafa heyrt raddir sem segja að skýrslan þýði að ótækt verði að selja restina af hlut ríkisins í bankanum eins og áform eru um, sökum vantrausts og óvissu. Hrafnarnir telja að þetta eigi ekki við rök að styðjast enda sýni skýrslan að einni stofnun er fyllilega treystandi til að sjá þá sölu: Ríkisendurskoðun.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 17. nóvember 2022.