*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Huginn og muninn
22. nóvember 2019 15:02

Stökk út í ólgusjó

Þegar Björgólfur Jóhannsson hætti hjá Icelandair fyrir ári sagðist hann sáttur enda að nálgast eftirlaunaaldur.

Björgólfur Jóhannsson.
Haraldur Guðjónsson

Fyrir rúmu ári síðan ákvað Björgólfur Jóhannsson að segja starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group lausu. Þetta gerði hann á afmælisdegi sínum þann 28. ágúst í fyrra. Ræddi hann þessa ákvörðun sína í viðtali í Frjálsri verslun haustið 2018 og sagði meðal annars: „Ég er orðinn 63 ára gamall, sem þýðir að það eru fjögur ár þar til ég fer á eftirlaun. Ég er mjög sáttur við það.“

Eitthvað hefur Björgólfi leiðst þófið, eða kannski var hann orðinn sáttur við forgjöfina, því fyrir viku síðan ákvað hann að stökkva í einhvern mesta ólgusjó sem gengið hefur yfir íslenskt viðskiptalíf síðustu misseri þegar hann ákvað að taka tímabundið að sér forstjórastarfið hjá Samherja. Í kjölfarið fór hann í leyfi frá Íslandsstofu, þar sem hann var stjórnarformaður.

Svo skemmtilega vildi til að í lok síðustu viku var Íslandsstofa með fund á Akureyri. Það hefur því verið stutt fyrir Björgólf að skjótast í höfuðstöðvar Samherja við Glerárgötu. Vinnueftirlitið tekur hlutverk sitt grafalvarlega.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.