*

fimmtudagur, 6. ágúst 2020
Huginn og muninn
31. ágúst 2019 10:02

Strá salti í sárin

Eftir að hafa hrifsað enska boltann af Sýn sýnir Síminn þáttaröðina „Ný Sýn“.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Haraldur Guðjónsson

Síminn og Sýn, áður Vodafone, hafa lengi eldað grátt silfur enda í harðri samkeppni. Fyrst var sú samkeppni á fjarskiptamarkaði en í dag eru bæði þessi fyrirtæki orðin risastór á sjónvarpsmarkaði.

Síminn hrifsaði sem kunnugt er enska boltann af Sýn og svona til strá salti í sárin hófst ný þáttaröð á sjónvarpsstöðinni á dögunum. Þættirnir nefnast „Ný Sýn“ en í þeim heimsækir Hugrún Halldórsdóttir þjóðþekkta Íslendinga, sem hafa staðið frammi fyrir kaflaskilum í sínu lífi. „Stundum þarf aðeins eitt atvik til að breyta öllu. Á einu augnabliki verður lífið aldrei aftur eins og það var áður,“ segir í kynningu þáttanna. Hrafnarnir bíða spenntir eftir þættinum með Heiðari Guðjónssyni, nýjum forstjóra Sýnar. Óhætt er að segja að kaflaskil hafi orðið í hans lífi á þessu ári.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.