*

föstudagur, 19. júlí 2019
Huginn og muninn
4. júní 2016 11:20

Stúdentar alltént ánægðir

Allt lítur út fyrir að LÍN-frumvarp Illuga Gunnarssonar muni ekki fá afgreiðslu í þinginu, sem er miður.

Haraldur Guðjónsson

Nú er allt útlit fyrir að LÍN frumvarp Illuga Gunnarssonar muni ekki fá afgreiðslu í þinginu og er það miður. Frumvarpið er um margt ágætt, þótt vissulega sé það ekki fullkomið.

Frumvarpið hefði hyglað þeim sem hefja nám snemma og ljúka því á réttum tíma, en það hefði orðið á kostnað þeirra sem vilja mennta sig á gamals aldri á kostnað samfélagsins. Illugi hefði hins vegar vel getað gert sér grein fyrir því að erfitt yrði að koma svo erfiðu máli í gegn á þeim stutta tíma sem eftir er af þinginu.

Því má velta því fyrir sér hvort Illugi, sem ekki er viðvaningur í pólitík, hafi með því að leggja frumvarpið fram, verið að stimpla sig inn hjá yngri kjósendum í aðdraganda prófkjöra. Alltént voru stúdentar ánægðir með frumvarpið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 2. júní 2016. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is