*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
27. september 2020 10:08

Stuðmaðurinn Sigurður Ingi

Formaður Framsóknarflokksins vitnaði þrisvar í Stuðmenn í grein í Mogganum þar af tvisvar í tímamótaverkið Búkalú.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Hvað eiga fjöllistakonan Margrét Erla Maack, fararstjórinn og fyrrverandi blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sameiginlegt? Jú, þremenningarnir hafa allir byrjað greinaskrif sín á sömu tilvitnun í „Með allt á hreinu“ nánar tiltekið tilvitnun í lagið „Að vera í sambandi“.

Páll Ásgeir skrifaði um Fjarskiptasafnið á Melunum, Margrét Erla um skrun á samfélagsmiðlum og Sigurður Ingi um fjarskiptasæstreng til Írlands í Morgunblaðið um helgina. Sigurður Ingi er greinilega mikill stuðmaður því í grein hans í Morgunblaðinu um síðustu helgi eru þrjár vísanir í Stuðmannatexta. Þar af eru tvær í tímamótaverkið Búkalú, þar á meðal lokaorð greinarinnar, sem eru: „Hvers kyns fanatík er okkur framandi. Hún er handbremsa á hugann, lamandi.“ Segir hann að þessi lína sé eins og töluð úr hjarta framsóknarmannsins.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.