*

laugardagur, 5. desember 2020
Huginn og muninn
6. september 2020 09:02

Stuðningur og samkeppnin

Dótturfélög Icelandair geta vart talist svo þjóðhagslega mikilvæg að rekstur þeirra krefjist sérstakra björgunaraðgerða.

Haraldur Guðjónsson

Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um fyrirhugaða lánalínu til Icelandair Group með ríkisábyrgð hefur skiljanlega verið mikið á milli tannanna á fólki, enda vekur aðstoðin upp fjölmargar spurningar á samkeppnishliðinni.

Fjárlaganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn átján stofnana og fyrirtækja á frumvarpinu en athygli vakti að Samkeppniseftirlitið og samkeppnisaðilar dótturfélaga Icelandair utan flugrekstrar voru ekki meðal þeirra aðila sem fjárlaganefnd taldi ástæðu til að leita umsagnar frá.

Í frumvarpinu var ekki tekið fram að ríkisstuðningurinn takmarkist við rekstur millilandaflugs, en því var þó breytt á lokametrum frumvarpsins. Það er bót í máli því sem stuðningsmönnum frjálsrar samkeppni þykir hröfnunum sérlega varhugavert ef ríkisstyrkurinn gagnast dótturfélögum Icelandair Group og veitir þeim samkeppnisforskot gegn keppinautum sínum.

Deila má um hvort Icelandair þurfi á sérstakri ríkisábyrgð að halda en dótturfélögin geta vart talist svo þjóðhagslega mikilvæg að rekstur þeirra krefjist sérstakra björgunaraðgerða af hálfu ríkisins umfram samkeppnisaðilanna.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.