*

föstudagur, 6. desember 2019
Huginn og muninn
22. október 2016 11:45

Svandís ætti að spyrja Steingrím

Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG hefur áhyggjur af meintri skattahjásveigju Alcoa en beinast lægi við að spyrja Steingrím J.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Hvers vegna hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir þetta?“ spurði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi þann 6. september og var þar að spyrja út í meint skattahjásveigju álfyrirtækisins Alcoa.

Svandísi þykir, eins og mörgum skoðanasystkinum hennar, sem stóriðjufyrirtækin séu ekki að greiða það sem þeim ber til skattayfirvalda, þótt óumdeilt sé að þau fylgi í öllu íslenskum lögum.

Ef þetta er almennt viðurkennt viðhorf innan þingflokks Vinstri-grænna liggur beint við að hún beini sambærilegri spurningu til Steingríms J. Sigfússonar, sem lagði fram frumvarp vegna uppbyggingar atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.

Í frumvarpinu kom fram að áætlað væri að þær ívilnanir sem ríkið veitti til verkefnisins vegna frávika frá sköttum og gjöldum gæti orðið um 1-1,5 milljarðar króna á 10 ára tímabili. Hvernig rímar þetta við áhyggjur Svandísar?

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.