

Hvers vegna hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir þetta?“ spurði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi þann 6. september og var þar að spyrja út í meint skattahjásveigju álfyrirtækisins Alcoa.
Svandísi þykir, eins og mörgum skoðanasystkinum hennar, sem stóriðjufyrirtækin séu ekki að greiða það sem þeim ber til skattayfirvalda, þótt óumdeilt sé að þau fylgi í öllu íslenskum lögum.
Ef þetta er almennt viðurkennt viðhorf innan þingflokks Vinstri-grænna liggur beint við að hún beini sambærilegri spurningu til Steingríms J. Sigfússonar, sem lagði fram frumvarp vegna uppbyggingar atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.
Í frumvarpinu kom fram að áætlað væri að þær ívilnanir sem ríkið veitti til verkefnisins vegna frávika frá sköttum og gjöldum gæti orðið um 1-1,5 milljarðar króna á 10 ára tímabili. Hvernig rímar þetta við áhyggjur Svandísar?