*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Huginn og muninn
19. janúar 2020 08:02

Svona má spara skattfé

Þeir sem sjá um ráðningar hjá hinu opinbera þurfa að lesa vel 4. mgr. 26. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Haraldur Guðjónsson

Seðlabankinn komst í fréttir í vikunni vegna brots á jafnréttislögum við ráðningu upplýsingafulltrúa. Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn en Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir kærði ráðninguna til úrskurðar kærunefndar jafnréttismála, sem komst að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði brotið lög. Er þetta í þriðja skiptið frá árinu 2012 sem Seðlabankinn brýtur jafnréttislög.

Hrafnarnir mælast til þess að menn þar á bæ, sem og annars staðar hjá hinu opinbera, hætti að ráða til sín „góðan“ vinnufélaga heldur einbeiti sér frekar að því að ráða hæfustu manneskjuna í starfið, hvort sem það er karl eða kona. Enn fremur vilja hrafnarnir benda þeim sem sjá um ráðningar hjá hinu opinbera að lesa nú 4. mgr. 26. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þannig mætti spara skattborgurum ágætis summu á hverju ári.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.