*

þriðjudagur, 15. október 2019
Huginn og muninn
6. júlí 2019 10:02

Sykur og óþægilegar staðreyndir

Landlæknir hefur ekki viljað birta skýrslu um áhrif sykurneyslu því henni finnst sykur koma of vel út í skýrslunni.

Haraldur Guðjónsson

Afstaða landlæknisembættis Ölmu Möller vegna skýrslu Hagfræðistofnunar um sykurneyslu er merkileg. Landlæknir var ósáttur við að horft væri á báðar hliðar peningsins, að einnig væri skoðaður ábati sykurneyslu en ekki bara kostnaður.

Landlæknisembættið telur skýrsluna ókláraða og óbirtingarhæfa þó að Hagfræðistofnun telji sig hafa lokið við skýrsluna á síðasta ári. Embættið vildi láta fjarlægja kafla úr skýrslunni um ábata sykurneyslu. Því má segja að ólokin vinna Hagfræðistofnunar við skýrsluna sé að stroka út þá kafla sem koma landlæknisembættinu illa í baráttunni fyrir sykurskatti.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.