*

laugardagur, 6. júní 2020
Huginn og muninn
11. ágúst 2019 10:27

Taylor og lífsskoðanir seðlabankastjóra

Seðlabankinn beitir sömu meðulum gegn verðbólgu hvort sem seðlabankastjóri er nýfrjálshyggjumaður eða gamalmarxisti.

Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Viðbrögð við ráðningu dr. Ásgeirs Jónssonar í stöðu seðlabankastjóra voru almennt jákvæð, að þar væri góður maður og gegn fræðimaður á ferð, vel heima í helstu viðfangsefnum bankans. Það var varla nema meðal barna búsáhaldabyltingarinnar sem verulegrar andstöðu gætti og þar var nú ekki töluð tæpitungan um störf hans fyrir „hrunkvöðla“ og honum lýst sem „dogmatískum og trúheitum nýfrjálshyggjupresti“, en Stundin lét í ljós von um að hann léti af þeirri „kreddufestu sem birst hefur í yfirlýsingum hans sem forseti hagfræðideildar“.

Nú myndu fæstir hagfræðingar lýsa dr. Ásgeiri sem öfgamanni eða prédikara og engin sanngirni í að reyna að leggja bankahrunið að dyrum hans. Þvert á móti hefur hann unnið mikið og merkt starf við að greina hvað fór aflaga í aðdraganda þess og hvernig megi betur koma í veg fyrir að svo fari aftur. Það lýsir hins vegar djúpstæðum misskilningi á starfi Seðlabankans að lífsskoðanir manneskjunnar í stóli seðlabankastjóra skipti máli varðandi peningamálastjórn hans. Það er einfaldlega bundið í lög að bankinn fylgi Taylor-reglunni um að stýrivextir víki frá jafnvægisvöxtum eftir því sem verðbólga víkur frá verðbólgumarkmiði og eftirspurn frá framleiðslugetu. Það þarf bankinn að gera hvort sem seðlabankastjóri er nýfrjálshyggjumaður eða gamalmarxisti.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.