*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Huginn og muninn
11. janúar 2019 07:56

Teflon-húðin rofnar

Borgarstjóri gaf í skyn að Hildi væri stjórnað af „ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins“.

Haraldur Guðjónsson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur komist upp með eitt og annað í gegnum tíðina án þess að það hafi haft mikil áhrif á stöðu hans. Eitthvað virðist teflon-húð hans vera að rofna vegna braggamálsins svokallaða. Í það minnsta virðast stungur Hildar Björnsdóttur hitta á rétta staði.

Um síðustu helgi tilkynnti Dagur að hann hygðist ekki víkja úr starfshópi sem á að fara yfir niðurstöðu innri endurskoðunar borgarinnar vegna málsins, skýrslu sem rekur vandlega hvernig Dagur og aðrir innan borgarkerfisins brugðust skyldum sínum allverulega. Í fréttum RÚV gaf Dagur í skyn að Hildi væri stjórnað af „ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins“, svona eins og ungar konur innan flokksins gætu ekki hugsað sjálfstætt. Því næst kvartaði hann undan því að minnihlutinn væri ekki fús til samstarfs í málinu. Það má vel vera að Degi hafi áður tekist að fá Sjálfstæðisflokkinn í gott samstarf um ýmis mál innan borgarinnar á síðustu árum, en hvernig þróaðist fylgi flokksins við það góða vinasamband?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is