*

laugardagur, 4. desember 2021
Huginn og muninn
14. október 2021 16:29

„Það gæti hrunið loftsteinn“

Kári Stefánsson var spurður út í áhyggjur sóttvarnalæknis um að veiran gæti enn sótt í sig veðrið.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Valgarður Gíslason

Síðasta vor spáði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, því að lífið yrði komið í eðlilegt horf 13. október. Þá yrði vonandi búið að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldursins. Þessi spádómur stóðst ekki og af því tilefni tók Fréttablaðið hann tali í gær.  

Í viðtalinu sagðist Kári vera nokkuð sáttur við stöðuna en ef hann réði hefði hann afnumið takmarkanir innanlands fyrir nokkru. Sagði hann þær enn vera í gildi vegna „þrjósku sóttvarnayfirvalda og ekki gleyma því að þrjóskan er göfug“.  

Kári var óvenju hófstilltur í viðtalinu og sagðist ánægður með störf sóttvarnayfirvalda þótt hann væri ekki sammála þeim í einu og öllu. Það glitti þó í gamla Kára þegar hann var spurður hvort hann væri sammála Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um að veiran gæti enn sótt í sig veðrið. „Veiran gæti sótt í sig veðrið, það gæti komið ný veira, það gæti hrunið loftsteinn ofan á þennan hnött og splundrað honum. Það eru alls konar hlutir sem gætu gerst,“ sagði hann.   

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.