Að mati hrafnanna er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ágæt og viðvarandi sönnun þess að Ísland er fámennt land. Þingmaðurinn þreytist líka seint að minna á þessa staðreynd með reglulegum hætti. Í vikunni fann þingmaðurinn það út að gengi bréfa Íslandsbanka hefði verið sögulega lágt þegar síðasta útboð fór fram og á Facebook-síðu sinni gerir hann að því skónna að um markaðsmisnotkun sé um að ræða. Það kemur hröfnunum ekki á óvart að Björn Leví lítur fram hjá þeirri staðreynd að tímabilið sem hann horfir til er eftir síðasta arðleysisdag.

Íslandsbanki sem kunnugt er greiddi hluthöfum sínum arð upp á 5,95 krónur á hvern hlut og eðli málsins samkvæmt lagaði gengi hlutabréfa bankans sig að þeirri staðreynd eftir að greiðslan var innt af hendi.  Hér er því ekki um markaðsmisnotkun að ræða heldur enn einn vitnisburðurinn um fjármálalæsi þingmanna Pírata.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .