*

föstudagur, 4. desember 2020
Huginn og muninn
13. september 2020 10:02

Þingflokkar ráða Morfís-menn

Tveir vinstriflokkar á Alþingi hafa ráðið til sín fjölmiðlamenn sem báðir gerður garðinn frægan í ræðukeppni.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata hafa nýlega báðir ráðið sér nýja aðstoðarmenn. Leituðu vinstriflokkarnir til fjölmiðlanna. Samfylkingin fór inn á ritstjórn Stundarinnar og sótti Jóhann Pál Jóhannsson og Píratar náðu í Stefán Óla Jónsson, sem starfaði hefur hjá Vísi og fréttastofu Stöðvar 2.

Bæði Jóhann Páll og Stefán Óli hafa gert garðinn frægan í Morfís. Stefán Óli var í sigurliði Verzlunarskólans árið 2009 og Jóhann Páll í sigurliði Menntaskólans í Reykjavík þremur árum seinna en hann var jafnframt valinn ræðumaður Íslands. Þess má geta að Guðrún Sóley Gestsdóttir, einn helsti menningarviti Ríkisútvarpsins, þjálfaði lið Menntaskólans þetta ár og uppistandarinn Jóhann Alfreð Kristinsson þjálfaði Stefán Óla. Hrafnarnir, sem er hægra megin í lífinu, votta þeim Jóhanni Páli og Stefáni Óla samúð sína.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.